fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Trúarleiðtogi ætlaði að kvænast dóttur sinni -„Guð vildi lagfæra líkama þeirra og setja meyjarhaftið aftur á sinn stað“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 07:00

Samuel Bateman. Mynd:COCONINO COUNTY SHERIFFS OFFICE

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan FBI sakar Samuel Bateman, sem er leiðtogi Fundamentalist Church of Jesus Christ of the Latter-Days Saints (FLDS), um sifjaspell, hópkynlíf þar sem börn niður í 9 ára aldur voru misnotuð, og vændissölu.

Þetta kemur fram í dómsskjölum sem bandaríska dagblaðið Salt Lake Tribune hefur komist yfir.

FLDS er söfnuður sem klauf sig út úr mormónakirkjunni þegar bann var lagt við fjölkvæni í Bandaríkjunum. Bateman er fyrrum stuðningsmaður Warren Jeffs, sem var leiðtogi safnaðarins á undan Bateman.

Mál Jeffs vakti mikla athygli á sínum tíma en hann og fleiri aðilar tengdir söfnuðinum voru ákærðir fyrir kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Jeffs var síðar dæmdur í ævilangt fangelsi.

Bateman var handtekinn á heimili sínu í Colorado City í september og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Það voru liðsmenn FBI sem handtóku hann og gerðu húsleit á heimili hans. Leitað var að sönnunargögnum um hjónabönd fullorðinna og barna og kynferðisofbeldi gagnvart börnum.

Í dómsskjölunum kemur fram að Bateman hafi byrjað að halda því fram fyrir þremur árum að hann væri spámaður. Um 50 manns gengu til liðs við hann, þar af rúmlega 20 konur. Flestir áhangendur hans eru yngri en 15 ára.

Fjölskylda Batemann er sögð hafa sagt að þetta sama ár hafi hann sagt að honum fyndist sem honum bæri að kvænast unglingsdóttur sinni.

Í dómsskjölunum segir FBI að í samvinnu við fleiri hafi hann flutt ungmenni á milli Arizona, Utah, Nevada og Nebraska til að misnota þau kynferðislega. Þetta gerðist á tímabilinu frá maí 2020 til nóvember 2021.

Á þessu tímabili tókst útsendara FBI að ná hljóðupptöku af samtali þar sem Bateman sagði að „himnafaðirinn“ hafi sagt honum að „gefa það dýrmætasta sem hann ætti, meydóm stúlknanna“ til þriggja fullorðinna karlmanna sem fylgdu honum.

Er Bateman sagður hafa horft á þegar mennirnir nauðguðu stúlkunum. Sú yngsta var 12 ára að sögn FBI. Hann hélt því síðan fram að stúlkurnar hefðu „fórnað meydómi sínum fyrir Herrann“.

„Guð vildi lagfæra líkama þeirra og setja meyjarhaftið aftur á sinn stað. Ég hef aldrei fyrr haft eins mikla trú á að vilja hans myndi ná fram að ganga. Þetta er allt gert af kærleika,“ er Bateman sagður hafa sagt.

Þegar hann var handtekinn í september fann FBI níu stúlkur á aldrinum 11 til 16 ára á heimili hans. Eru þær sagðar vera eiginkonur hans. Stúlkunum var komið fyrir í umsjá barnaverndaryfirvalda í Arizona.

Aðeins ein þeirra hefur sagst hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi en hinar hafa ekki viljað kannast við það. En fimm þeirra hafa sagt að þær hafi verið vanar að sofa með Bateman, kyssa hann og þukla á honum. Ein stúlka sagðist hafa verið til staðar og hafi verið hálfnakin þegar Bateman stundaði hópkynlíf.

Í lok nóvember struku átta af stúlkunum af barnaheimilinu, þar sem þær voru vistaðar. Þær fundust fjórum dögum síðar í Spokane í Washington en þar voru þær með einni eiginkonu Bateman, hinni 19 ára Moretta Rose Johnson. Hún hefur verið kærð fyrir mannrán að sögn Salt Lake Tribune.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“