Yfirvöld slökuðu nýlega á harðri stefnu sinni sem hafði haft í för með sér að almenningur varð að sætta sig við stöðuga sýnatöku, stöðvun samfélagsstarfsemi og innilokun dögum og vikum saman.
Hin opinbera skýring á tilslökuninni er að nú sé það Ómíkronafbrigðið sem er ráðandi og það sé ekki eins banvænt og fyrri afbrigði. The Guardian skýrir frá þessu.
Dánartíðni af völdum Ómíkron var lægri á Vesturlöndum en af völdum annarra afbrigða en ekki er víst að það sama verði uppi á teningnum í Kína því mjög lítill hluti þjóðarinnar er með mótefni gegn veirunni. Fáir hafa smitast og aðeins 40% íbúa, 80 ára og eldri, hafa fengið örvunarskammt af bóluefni.
Martin Hibberd, prófessor í smitsjúkdómafræði við London School of Hygiene & Tropical Medicine, sagði að þrátt fyrir að gögn sýni að Ómíkron sé ekki eins slæmt afbrigði og Delta, þá hafi sést vel í Hong Kong hversu banvænt Ómíkron geti verið þegar fólk hafi ekki náð ónæmi og bólusetning viðkvæmra hópa sé ekki útbreidd.