Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, sagði þetta fyrir helgi. Hann sagði að stofnunin telji að minnst 90% jarðarbúa hafi nú náð einhverju ónæmi gegn kórónuveirunni vegna þess að þeir hafi smitast eða verið bólusettir.
Hann sagði að heimsbyggðin sé nú mun nærri því en áður að geta sagt að hin bráða hætta, sem stafar af kórónuveirunni, sé liðin hjá en því markmiði hafi ekki enn verið náð að fullu.