The Guardian segir að greining á umframdauðsföllum, sem eru munurinn á fjölda andláta og þeim fjölda andláta sem mátti búast við á grunni dauðsfalla fyrri ára, hafi sýnt þá hættu sem stafar af loftslagsbreytingunum, þar á meðal hlýnun loftslags.
Í hitabylgjum sumarsins fór hitinn yfir 40 gráður í Lundúnum. Í Frakklandi fór hitinn í 42 gráður í suðvesturhluta landsins og í Sevilla og Cordoba á Spáni fór hitinn í 44 gráður.
Greining vísindamanna hjá World Weather Attribution sýnir að svona miklir hitar væru nánast útilokaðir ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingarnar.