fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Ný rannsókn varpar ljósi á af hverju fólk missir lyktarskynið af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 31. desember 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn af fylgifiskum COVID-19 er að margir hafa misst bragð- og lyktarskynið. Hjá sumum varði þetta aðeins í nokkra daga en hjá öðrum mánuðum saman. Það hefur verið mikil ráðgáta hvað veldur þessu en nú telur hópur vísindamanna sig hafa fundið ástæðuna fyrir þessu.

Að sögn The Guardian telja vísindamennirnir að ástæðan sé að sumir séu með óvenjuleg ónæmisviðbrögð sem eyðileggi í raun frumur í nefinu. Þeir komust að þessari niðurstöðu með því að rannsaka sýni úr nösum fjölda sjúklinga.

Niðurstaða rannsóknarinnar er að þeir sem áttu í langvarandi vanda með lyktarskynið eru með ónæmisfrumur í slímhimnu nefsins, sem brugðust óvenjulega við smiti og gátu eyðilagt mikilvægar taugafrumur.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að frumurnar brugðust við á sama hátt þrátt fyrir að sjúkdómurinn væri afstaðinn.

Bradley Goldstein, lektor í taugalíffræði við Duke University í Norður-Karólínu, vann að rannsókninni. Hann hefur látið hafa eftir sér að þessi óvenjulegu ónæmisviðbrögð frumanna geti hugsanlega skýrt fleiri langvarandi einkenni sem leggjast á COVID-19-sjúklinga.

Talið er að um 15 milljónir manna, á heimsvísu, hafi misst lyktarskynið um langa hríð í tengslum við COVID-19.

Science Translational Medicine segir að rannsóknin geti hjálpað til við að ryðja brautina fyrir nýjar tegundir meðferða fyrir þá sem missa lyktarskynið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Í gær

104 ára kona færð í fangelsi

104 ára kona færð í fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum