fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Ný rannsókn varpar ljósi á af hverju fólk missir lyktarskynið af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 31. desember 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn af fylgifiskum COVID-19 er að margir hafa misst bragð- og lyktarskynið. Hjá sumum varði þetta aðeins í nokkra daga en hjá öðrum mánuðum saman. Það hefur verið mikil ráðgáta hvað veldur þessu en nú telur hópur vísindamanna sig hafa fundið ástæðuna fyrir þessu.

Að sögn The Guardian telja vísindamennirnir að ástæðan sé að sumir séu með óvenjuleg ónæmisviðbrögð sem eyðileggi í raun frumur í nefinu. Þeir komust að þessari niðurstöðu með því að rannsaka sýni úr nösum fjölda sjúklinga.

Niðurstaða rannsóknarinnar er að þeir sem áttu í langvarandi vanda með lyktarskynið eru með ónæmisfrumur í slímhimnu nefsins, sem brugðust óvenjulega við smiti og gátu eyðilagt mikilvægar taugafrumur.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að frumurnar brugðust við á sama hátt þrátt fyrir að sjúkdómurinn væri afstaðinn.

Bradley Goldstein, lektor í taugalíffræði við Duke University í Norður-Karólínu, vann að rannsókninni. Hann hefur látið hafa eftir sér að þessi óvenjulegu ónæmisviðbrögð frumanna geti hugsanlega skýrt fleiri langvarandi einkenni sem leggjast á COVID-19-sjúklinga.

Talið er að um 15 milljónir manna, á heimsvísu, hafi misst lyktarskynið um langa hríð í tengslum við COVID-19.

Science Translational Medicine segir að rannsóknin geti hjálpað til við að ryðja brautina fyrir nýjar tegundir meðferða fyrir þá sem missa lyktarskynið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist