fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Metfjöldi skotinn til bana í Svíþjóð á árinu – Nú taka glæpamenn hver annan af lífi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. desember 2022 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið er ekki alveg liðið en nú þegar liggur fyrir að aldrei áður hafa jafn margir verið skotnir til bana í Svíþjóð á einu ári og nú. Eins og staðan er núna þá hafa 62 verið skotnir til bana. Flest morðin tengjast átökum glæpagengja innflytjenda.

TT fréttastofan skýrir frá þessu. Þróunin í þessum málum hefur verið ógnvænleg og hröð í Svíþjóð. Árið 2012 voru 17 skotnir til bana í landinu. 2020 var met slegið þegar 47 voru skotnir til bana, það er metið sem nú hefur verið slegið. Á síðasta ári voru 45 skotnir til bana.

Um 10,3 milljónir búa í Svíþjóð. Til samanburðar má nefna að í Danmörku búa um 5,8 milljónir en þar voru átta skotnir til bana á síðasta ári.

Ein af ástæðunum fyrir öllum þessum morðum er að glæpagengin eru reiðubúin til að beita mun meira ofbeldi en áður. Áður létu þau nægja að skjóta meðlimi annarra glæpagengja í fótlegg eða lömdu viðkomandi í spað. En nú reyna þau miklu frekar að skjóta fólk til bana.

Poul Kellberg, afbrotafræðingur og forstjóri Comeback samtakanna, segir að Svíar hafi ekki horfst í augu við vandann vegna glæpagengja fyrr en það var um seinan. Þetta séu lítil samfélög sem loki sig af og setji sér sínar eigin reglur um réttlæti.

Þróunin hefur gert að verkum að í mörgum hverfum í borgum á borð við Stokkhólm og Malmö er ástandið mjög slæmt og nú hefur ný ríkisstjórn landsins ákveðið að grípa til harðra aðgerða til að takast á við vandann sem stafar af glæpagengjunum.

Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar er nýr öryggispakki sem var kynntur skömmu fyrir jól. Samkvæmt honum fær lögreglan auknar heimildir til að ákveða að henni sé heimilt að gera líkamsleit á hverjum sem er sem heldur sig á ákveðnum afmörkuðu svæði, þetta getur til dæmis átt við heilt hverfi. Einnig er lagt til að fólk geti borið vitni fyrir dómi án þess að koma fram undir nafni.

Tillögurnar í þessum pakka eru nú til skoðunar og mat verður lagt á hvort þær séu raunhæfar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi