fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Greta Thunberg svarar þekktum kvenhatara fullum hálsi – „Lítið typpi“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. desember 2022 08:00

Greta Thunberg. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki hægt að halda því fram með góðri samvisku að umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg sé hrædd við taka slaginn þegar kemur að umræðu um umhverfismál eða annað.

Hún er ekki hrædd við að takast á við þekkta einstaklinga og nú síðast var það Andrew Tate, sem er þekktur kvenhatari og öfgamaður, sem fékk að kenna á orðum hennar.

Tate nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem hann breiðir út vafasaman boðskap sem virðist að stórum hluta byggjast á kvenhatri og margskonar öfgahyggju.

Hann birti nýlega færslu á Twitter þar sem hann beindi orðum sínum að Thunberg:

„Hæ @GretaThungberg. Ég á 33 bíla. Það er bara byrjunin. Skildu vinsamlegast eftir netfangið þitt svo ég get sent þér lista yfir bílaeign mína og ótrúlega mengunina frá þeim,“ skrifaði hann.

Eflaust hefðu flestir látið þessu ósvarað en ekki Thunberg. Hún svaraði honum fullum hálsi:

„Já, fræddu mig endilega. Sendu tölvupóst á smalldickenergy@getalife.com,“ skrifaði hún.

Með orðunum „small dick“ gefur hún einfaldlega til kynna að Tate sé með lítið typpi og það virðist hafa komið illa við hann, því hann svaraði: „Hvernig dirfist þú?!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut