fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Tíunda hver tegund gæti dáið út fyrir aldamót

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. desember 2022 10:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hætta á að tíunda hver tegund plantna og dýra hverfi af sjónarsviðinu fyrir næstu aldamót miðað við óbreytta þróun hvað varðar loftslagsbreytingarnar.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar. Í henni kemur fram að loftslagsbreytingarnar muni hraða útrýmingu ýmissa tegunda á næstu áratugum. Rándýr missa bráð sína, sníkjudýr missa hýsla sína og hækkandi hitastig kemur illa niður á viðkvæmu lífi.

Rannsóknin var birt nýlega í Science Advances. Vísindamenn notuðu ofurtölvu til að gera tölvulíkan af jörðinni með hinum ýmsu tegundum lífvera. Þeir notuðu líkanið síðan til að öðlast skilning á áhrifum hnattrænnar hlýnunar og landnotkunar á lífið á jörðinni.

Vísindamennirnir segja að fyrir 2050 sé hætta á að 6% allra plöntu- og dýrategunda hverfi af sjónarsviðinu. Verstu hugsanlegu niðurstöður líkansins eru að 27% plantna og dýra geti horfið af sjónarsviðinu fyrir aldamót.

Rannsóknin náði til 150.388 tegunda og eru niðurstöðurnar að 42.000 tegundir geti dáið út, aðallega vegna áhrifa af því sem við mennirnir gerum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld
Pressan
Fyrir 6 dögum

Merk uppgötvun neðansjávar

Merk uppgötvun neðansjávar