fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Þetta gera dularfullu heilahárin

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. desember 2022 10:00

Heilinn er magnaður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á heila okkar sitja örsmá bifhár. Áður var talið að þau væru leifar frá fyrri stigum þróunar okkar nútímamannanna og að þau gegndu engu hlutverki núna. En niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að þetta sé ekki rétt og að hárin gegni mikilvægu hlutverki.

Á vef ScienceAlert kemur fram að niðurstöður rannsóknarinnar bendi til að bifhárin á ákveðnum hluta heilans gegni hlutverki í tengslum við tímaskynjun okkar og skammtímaminni.

Bifhár eru vel þekkt annars staðar á líkamanum þar sem vitað er að þau hafa hlutverki að gegna við að flytja frumur úr stað og sem einhverskonar miðstöð fyrir þau boð sem líkaminn sendir.

En það er enn margt óljóst um hlutverk bifháranna á heilanum og hvað hlutverki þau gegna varðandi vitsmuni okkar og vitræna starfsemi hans.

Það er væntanlega þessi skortur á vitneskju okkar um hlutverk bifháranna sem varð til þess að vísindamenn við University of California Irvine ákváðu að rannsaka bifhárin á þeim hluta heilans sem heitir corpus striatum. Meðal margra verkefna þessa hluta heilans er að sjá um að vera „klukka“ hans.

Þessi hluti heilans tekur við þegar við erum að skipuleggja eitthvað, þurfum að einbeita okkur eða læra nýja hluti. Hann stýrir einnig hreyfingum okkar og ákvarðanatöku.

Svo virðist sem bifhárin gegni mikilvægu hlutverki í mörgum þessara verkefna.

Þessu komust vísindamennirnir að með tilraunum á músum. Þeir breyttu genum þeirra þannig að þeir fjarlægðu bifhárin frá corpus striatum hluta heilans.

Þetta hafði ekki áhrif á langtímaminni músanna né það sem þær höfðu lært áður en þær misstu hæfileikann til að læra nýjar hreyfingar en þær endurtóku ýmsar hreyfingar oftar.

Þær misstu getuna til að muna staðsetningar og áttir og áttu erfiðara með að sortera óþarfa áreiti, í umhverfinu, frá. Þær gátu heldur ekki brugðist hratt við nýju áreiti.

Það er ekki alltaf hægt að yfirfæra niðurstöður tilrauna á dýrum yfir á fólk en vísindamennirnir telja að í þessu tilfelli gildi niðurstöðurnar einnig um mannsheilann. Frekari rannsóknir munu leiða í ljós hvort það er rétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Í gær

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“