Þetta eru þær tölur sem blasa við þegar Kínverjar fara inn í það sem er talið vera stærsti faraldur veirunnar í heiminum til þessa að sögn Bloomberg.
Segir Bloomberg að ástandið geti orðið enn verra fyrir þetta fjölmenna ríki en þar búa um 1,4 milljarðar.
Í greiningunni segir að í janúar geti dagleg smit verið um 3,7 milljónir og í mars verði þau komin í 4,2 milljónir.
Á miðvikudaginn sögðu kínversk yfirvöld að 2,996 ný tilfelli hefðu greinst og að 10 hefðu látist af völdum COVID-19 frá því í byrjun desember.
Tedos Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, hvatti í gær kínversk stjórnvöld til að veita nákvæmar upplýsingar um stöðu mála í landinu af völdum veirunnar.