Ástralska frumkvöðlafyrirtækið Willow fór í gegnum fjármögnunarferli fyrr í þessum mánuði og fékk úr því um 28,8 milljón dollara, rúma 4 milljarða í íslenskum krónum.
Þrátt fyrir það sagði fyrirtækið upp 22% af starfsfólki sínu rétt fyrir jólin. Samkvæmt News.com.au var tilkynnt um uppsagnirnar í dag en 72 fastráðnum starfsmönnum og 27 verktökum var sagt upp.
Frumkvöðlafyrirtækið segir að erfitt efnahagsástand sé ástæðan fyrir uppsögnunum. Í yfirlýsingu frá talsmanni fyrirtækisins segir að fyrirtækið sé á góðri leið en að það sé þó ekki ónæmt fyrir ytri áhrifum síðustu mánaða.
„Niðurstaðan er sú að við tókum þá fyrirbyggjandi ákvörðun að minnka kostnaðinn okkar til að sjá til þess að við getum stækkað til lengri tíma.“