Félagið hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum. Fyrr á árinu keypti Tata, sem er fyrirtækjasamsteypa, félagið og hefur nú hafist handa við endurreisn þess. Markmiðið er að bæta slæmt orðspor félagsins.
Samkvæmt nýju reglunum verða karlmenn, sem eru greinilega farnir að missa hárið, að hætta að skilja hár eftir á höfðinu. Þeir eiga nú að raka allt hár af höfði sínu til að sýna skallann og þar með ná því sem stjórnendurnir kalla „hreint útlit“.
Þeir starfsmenn, sem eru enn með hár á höfðinu, eiga að vera vel klipptir og þeir eiga að nota gel í hárið og raka sig daglega.
Þeir sem eru gráhærðir eða byrjaðir að grána eiga að lita hárið reglulega.
Þessu, og ýmsu fleiru, eru gerð ítarleg skil í 40 síðna handbók. Þar er farið út í smáatriði varðandi útlit og klæðnað fólks.