Lögregla og sjálfboðaliður leituðu að henni vikum saman en nýlega endaði málið á versta veg þegar hún fannst látin.
Daily Mail skýrir frá þessu.
Lík hennar fannst á afskekktum stað um sex klukkustunda akstur frá Townsville.
Lögreglan segir að ekkert bendi til að afbrot hafi átt sér stað. Áður hafði hún sagt að erfið veðurskilyrði gerðu að verkum að litlar líkur væru á að Tea myndi finnast á lífi. Hár hiti og mikill loftraki var á þessum slóðum.
Lík hennar fannst um 600 metra frá Toyota bíl hennar.
Síðast sást hún á lífi 16. október þegar vinkona hennar kvaddi hana við bílinn. Því næst ók Tea af stað og hvarf.