fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Skíðasvæði í úlfakreppu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. desember 2022 18:00

Cortina d'Ampezzo skíðasvæðið á Ítalíu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skíðasvæði um allan heim eru í ákveðinni úlfakreppu sem gerir þeim erfitt fyrir við að tryggja að nægur snjór sé til staðar, fyrir ferðamenn sem vilja skella sér á skíði, ef lausnirnar eru ekki umhverfisvænar.

Marga þyrstir í að skella sér á skíði Ölpunum eða öðrum þekktum skíðasvæðum. En skíðasvæðin glíma við loftslagsvandann eins og aðrir. Hlýnandi loftslag þýðir að það snjóar minna og því þarf að nota snjóvélar til að búa til snjó. En það er allt annað en ódýrt á evrópskum skíðasvæðum þessa dagana því raforkuverð í Evrópu er í hæstu hæðum.

Snjóvélar og skíðalyftur eru stórir mengunarvaldar sem losa mikið CO2 út í andrúmsloftið að sögn CNN. Mörg skíðasvæði hafa skuldbundið sig til að draga úr losun CO2 og það veldur þeim miklum vanda.

Alþjóðaveðurfræðistofnunin WMO telur að árið í ár geti orðið það hlýjast síðan mælingar hófust og að hitastigið næstu fimm ár verði svipað og á þessu ári.

Þetta þýðir að það verður enn meiri þörf fyrir snjóvélar ef tryggja á snjó á skíðasvæðum.

Skíðaiðnaðurinn er mjög mikilvægur fyrir mörg lönd og svæði. Til dæmis er velta franskra skíðasvæða rúmlega 200 milljarðar íslenskra króna á ári.

Gilles Delaruelle, ferðamálastjóri í Courchevel í Frakklandi, sagði í samtali við CNN að það sé ábyrgð allrar heimsbyggðarinnar að gera eitthvað vegna loftslagsbreytinganna. Ef ekki verið gætt að náttúrunni geti fólk ekki farið á skíði í framtíðinni.

Á heimasíðunni Save Our Snow er búið að safna saman upplýsingum um sjálfbærni 250 helstu skíðasvæða heimsins. Fram kemur að 58 notist nú aðeins við umhverfisvæna orku.

Loftslagsbreytingarnar láta mjög að sér kveða í Ölpunum og eru áhrif þeirra tvöfalt meiri þar en annars staðar. Nú eru skíðatímabilin mánuði styttri en fyrir hálfri öld. Snjóvélar geta bjargað málunum en notkun þeirra er hins vegar ekki umhverfisvæn og eykur á áhrif loftslagsbreytinganna.

Í skýrslu frá háskólanum í Strassborg, sem var birt í október, kemur fram að meðalhitinn á jörðinni hafi hækkað um eina gráðu síðustu 120 árin en í Ölpunum sé hækkunin tvær gráður. Einnig kemur fram að fyrir lok þessarar aldar geti farið svo að tæplega 70% af árlegri snjóþekju í Ölpunum verði horfin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum