fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Grundvallarbreyting í Suður-Kóreu – Allir landsmenn yngjast um eitt ár á næsta ári

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. desember 2022 16:30

Þessir Suður-Kóreubúar yngjast um eitt ár á næsta ári. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júní á næsta ári verður hætt að nota hefðbundið aldursskráningarkerfi í Suður-Kóreu, kerfi sem hefur verið notað það um langa hríð. Þess í stað verður byrjað að nota alþjóðlega skráningaraðferð.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að samkvæmt núverandi kerfi séu börn skráð eins árs strax við fæðingu og á nýársdag ár hvert er einu ári bætt við aldur allra. Flestir landsmenn miða við þennan skráða aldur sinn þegar þeir ræða um aldur sinn eða skýra frá honum.

En annað kerfi er notað þegar kemur að því að ákveða hvenær fólk á að mæta til herþjónustu og hvenær það nær löglegum aldri til að drekka áfengi og reykja. Í því kerfi er miðað við að börn séu núll ára þegar þau fæðast en eins og í hinu kerfinu er einu ári bætt við aldur allra á nýársdag ár hvert.

En þar með er ekki öll sagan sögð því notast er við þriðja kerfið, alþjóðlega kerfið þar sem börn eru skráð núll ára við fæðingu og ár bætist við aldur þeirra á afmælisdegi þeirra en ekki nýársdegi.

En í júní verður hætt að nota þrjú kerfi og aðeins verður notast við eitt, að minnsta kosti á opinberum skjölum, þegar ný lög taka gildi. Samkvæmt þeim verður notast við alþjóðlegu aðferðina við skráningu aldurs.

Með þessu á að draga úr félagslegum- og hagrænum kostnaði vegna lagalegra og félagslegra ágreiningsmála auk ruglings vegna hinna mismunandi skráningaraðferða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“