fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Pressan

13 ára stúlka læknaðist af ólæknanlegu krabbameini

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. desember 2022 11:00

Krabbameinsfrumur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári greindist 13 ára bresk stúlka, Alyssa, með eitlafrumukrabbamein, ALL. Öll þekkt meðferðarúrræði voru reynd en komu ekki að gagni. Þá var gripið til þess ráðs að beita nýrri aðferð og kom hún svo sannarlega að gagni því stúlkan er nú algjörlega laus við krabbamein. Er læknuð af krabbameini sem var talið ólæknandi.

Sky News og fleiri breskir miðlar skýra frá þessu. Þeir segja að breskir læknar hrósi aðferðinni í hástert og telji að hér geti verið um mikilvæg tímamót að ræða í krabbameinslækningum.

Það voru læknar við Great Ormond Street sjúkrahúsið sem önnuðust stúlkuna. Þeir beittu aðferð þar sem Alyssa fékk CD7 CAR-T frumumeðferð en í henni fólst að T-frumum úr heilbrigðum einstaklingi var dælt í hana. Búið var að breyta „bókstöfum“ í DNA-kóðanum þannig að fyrirmæli um ákveðin prótín breyttust einnig.

Eftir 28 daga sáust batamerki og þá gat hún gengist undir mergskipti í annað sinn.

Sex mánuðum síðar var hún laus við krabbameinið en hún verður undir eftirliti næstu mánuði til öryggis.

Læknar segja að þegar ákveðið var að gera tilraunina með þessa aðferð hafi aðeins verið um tvo kosti að ræða. Annað hvort þessa aðferð eða að hefja líknandi meðferð.

Alyssa er komin heim til sín í Leicester og hefur það gott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé