Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem var gerð fyrir bandarísku matvælastofnunina, FSA. Segja sérfræðingar að veiran geti lifað dögum saman á sumum matvörum.
Daily Mail segir að rannsóknin hafi verið gerð í tilraunastofu fyrir FSA. Í ljós hafi komið að veiran lifi lengur á matvælum með hrufótt yfirborð en slétt. Til dæmis brokkolí og hindberjum.
Vísindamenn leggja áherslu á að almenningi stafi ekki mikil hætta af þessu.
Rannsóknin leiddi einnig í ljós að veiran getur setið á umbúðum og matvælum, til dæmis á drykkjarvöruumbúðum og ávöxtum, sem fólk skolar ekki alltaf áður en það stingur upp í sig.
Rannsóknin leiddi í ljós að magn veirunnar minnkaði hratt á fyrstu 24 klukkustundum á flestum matartegundum. En á papriku, brauðskorpu, skinku og osti reyndist hún lifa í marga daga við ákveðnar aðstæður.