Nýlega reyndi Wayan Koster, héraðsstjóri á Balí, að slá á þessar áhyggjur og sagði að ekki verði um saksókn að ræða nema kvörtun berist frá foreldri, maka eða barni.
Þeir sem hafa pantað sér ferð til Balí á næsta ári þurfa svo sem ekki að hafa áhyggjur af lögunum því þau taka ekki gildi fyrr en eftir þrjú ár að sögn The Guardian.
Koster sendi frá sér yfirlýsingu um síðustu helgi þar sem hann sagði að þeir sem heimsækja Balí eða búa þar, þurfi ekki að hafa áhyggjur nýju lögunum. Hann sagði að upphaflega frumvarpinu hafi verið breytt þannig að það sé ekki eins strangt og áður og tryggi réttindi fólks betur.
Hann sagði að stjórnvöld á Balí muni tryggja að hjúskaparstaða fólks verði ekki könnuð við innritun á hótel eða aðra gistiaðstöðu.
Balí er miðpunktur ferðamannaiðnaðarins í Indónesíu og stefna yfirvöld á að árið 2025 verði ferðamannafjöldinn til Balí kominn í sex milljónir á ári en það er sami fjöldi og heimsótti eyjuna árlega áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á.