fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Segir að ferðamenn þurfi ekki að hafa áhyggjur af kynlífsbanni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. desember 2022 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega samþykkti indónesíska þingið lög sem gera kynlíf ógiftra einstaklinga refsiverð. Þetta vakti mikla athygli á Vesturlöndum þar sem viðhorf til kynlífs eru víðast hvar ansi frábrugðin viðhorfum indónesískra stjórnmálamanna. Margir bentu á að þetta þýddi að ógiftir ferðamenn, sem skelltu sér til dæmis til Balí, ættu refsingu yfir höfði sér fyrir að stunda kynlíf saman í fríinu.

Nýlega reyndi Wayan Koster, héraðsstjóri á Balí, að slá á þessar áhyggjur og sagði að ekki verði um saksókn að ræða nema kvörtun berist frá foreldri, maka eða barni.

Þeir sem hafa pantað sér ferð til Balí á næsta ári þurfa svo sem ekki að hafa áhyggjur af lögunum því þau taka ekki gildi fyrr en eftir þrjú ár að sögn The Guardian.

Koster sendi frá sér yfirlýsingu um síðustu helgi þar sem hann sagði að þeir sem heimsækja Balí eða búa þar, þurfi ekki að hafa áhyggjur nýju lögunum. Hann sagði að upphaflega frumvarpinu hafi verið breytt þannig að það sé ekki eins strangt og áður og tryggi réttindi fólks betur.

Hann sagði að stjórnvöld á Balí muni tryggja að hjúskaparstaða fólks verði ekki könnuð við innritun á hótel eða aðra gistiaðstöðu.

Balí er miðpunktur ferðamannaiðnaðarins í Indónesíu og stefna yfirvöld á að árið 2025 verði ferðamannafjöldinn til Balí kominn í sex milljónir á ári en það er sami fjöldi og heimsótti eyjuna árlega áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump sagður hafa eytt 1,5 milljarði af skattpeningum í að spila golf síðan hann tók við embætti

Donald Trump sagður hafa eytt 1,5 milljarði af skattpeningum í að spila golf síðan hann tók við embætti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Björguðu rúmlega 1.000 manns úr svikatölvuverum nærri Taílandi

Björguðu rúmlega 1.000 manns úr svikatölvuverum nærri Taílandi