fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Segir að ferðamenn þurfi ekki að hafa áhyggjur af kynlífsbanni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. desember 2022 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega samþykkti indónesíska þingið lög sem gera kynlíf ógiftra einstaklinga refsiverð. Þetta vakti mikla athygli á Vesturlöndum þar sem viðhorf til kynlífs eru víðast hvar ansi frábrugðin viðhorfum indónesískra stjórnmálamanna. Margir bentu á að þetta þýddi að ógiftir ferðamenn, sem skelltu sér til dæmis til Balí, ættu refsingu yfir höfði sér fyrir að stunda kynlíf saman í fríinu.

Nýlega reyndi Wayan Koster, héraðsstjóri á Balí, að slá á þessar áhyggjur og sagði að ekki verði um saksókn að ræða nema kvörtun berist frá foreldri, maka eða barni.

Þeir sem hafa pantað sér ferð til Balí á næsta ári þurfa svo sem ekki að hafa áhyggjur af lögunum því þau taka ekki gildi fyrr en eftir þrjú ár að sögn The Guardian.

Koster sendi frá sér yfirlýsingu um síðustu helgi þar sem hann sagði að þeir sem heimsækja Balí eða búa þar, þurfi ekki að hafa áhyggjur nýju lögunum. Hann sagði að upphaflega frumvarpinu hafi verið breytt þannig að það sé ekki eins strangt og áður og tryggi réttindi fólks betur.

Hann sagði að stjórnvöld á Balí muni tryggja að hjúskaparstaða fólks verði ekki könnuð við innritun á hótel eða aðra gistiaðstöðu.

Balí er miðpunktur ferðamannaiðnaðarins í Indónesíu og stefna yfirvöld á að árið 2025 verði ferðamannafjöldinn til Balí kominn í sex milljónir á ári en það er sami fjöldi og heimsótti eyjuna árlega áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“