Ekki leið á löngu þar til þjóðskjalasafn landsins gerði skjölin opinber.
Kennedy var skotinn til bana . Niðurstaða rannsóknar, sem var stýrt af Earl Warren, var að Lee Harvey Oswald, fyrrum hermaður og kommúnisti, hefði skotið hann og að hann hefði verið einn að verki.
En niðurstaða rannsóknarinnar hefur alla tíð verið umdeild og samsæriskenningar hafa blómstrað.
Mörg þúsund bækur, kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa fjallað um morðið og samsæriskenningar því tengdu.
Engar haldbærar sannanir hafa þó fundist fyrir að Lee Harvey Oswald hafi átt sér vitorðsmenn.
En aldrei hefur fengist fullkomlega staðfest af hverju Oswald myrti forsetann. Hann viðurkenndi heldur aldrei morðið en hann var sjálfur skotinn til bana af Jack Ruby tveimur dögum eftir morðið.