Helstu ástæðurnar fyrir þessum flótta notenda verða tæknileg vandamál og útbreiðsla hatursræðu á miðlinum.
The Guardian segir að reiknað sé með að notendum fækki um tæplega 4% á næsta ári og um 5% 2024 eða rúmlega 32 milljónir í heildina.
Spáin var gerð af markaðrannsóknafyrirtækinu Insider Intelligence og er þetta í fyrsta sinn sem það spáir fækkun notenda en það hóf að gera spár af þessu tagi 2008.
Jasmine Enberg, aðalgreinandi hjá Insider Intelligence, sagði að það verði ekki neinn einn hörmungar atburður sem muni gera út af við Twitter. Notendur muni byrja að yfirgefa miðilinn á næsta ári vegna tæknilegra vandamál og aukningar á hatursræðu og ógeðfelldu innihaldi.
Hún sagði að fámennt starfslið Twitter muni ekki geta tekist á við tæknileg vandamál né það efni sem er birt á miðlinum.
Samkvæmt spánni mun Twitter missa flesta notendur í Bandaríkjunum sem eru stærsti markaður miðilsins. Mun notendum þar fækka um 8,2 milljónir á næstu tveimur árum. Í árslok 2024 er því spáð að bandarískir notendur verði 50,5 milljónir og hafa þeir þá ekki verið færri síðan 2014.