fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Pressan

Nýtt kórónuveiruafbrigði í mikilli sókn í Danmörku – Smitar bólusetta auðveldar en önnur afbrigði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. desember 2022 08:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveiruafbrigðið BQ.1.1 hefur sótt í sig veðrið í Danmörku að undanförnu eins og víða um heiminn. Danska smitsjúkdómastofnunin SSI segir að afbrigðið verði væntanlega orðið ráðandi þar í landi innan nokkurra vikna.

Tyra Grove Krause, faglegur forstjóri hjá SSI segir að afbrigðið smiti bólusett fólk auðveldar en önnur afbrigði og það sama eigi við um þá sem hafa áður smitast af veirunni. TV2 skýrir frá þessu.

En þrátt fyrir að SSI reikni með að þetta nýja afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi innan nokkurra vikna þá er engin ástæða til að hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Segir stofnunin að því fari víðsfjarri að staðan sé nálægt því eins og var 2020 og 2021.

BQ.1.1. hefur verið áberandi í Bandaríkjunum en ekkert bendir til að afbrigðið sé meira smitandi en önnur afbrigði eða valdi alvarlegri veikindum.

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin, Centers for Disease Control and Prevention, segir að 70% allra smita í Bandaríkjunum séu nú af völdum þessa afbrigðis. Segir stofnunin að almennt séu einkenni smits af völdum afbrigðisins mild flensueinkenni, kvef og hálsbólga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump brjálaður eftir nýjasta þátt 60 Minutes og missti sig á samfélagsmiðlum

Trump brjálaður eftir nýjasta þátt 60 Minutes og missti sig á samfélagsmiðlum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum