Tyra Grove Krause, faglegur forstjóri hjá SSI segir að afbrigðið smiti bólusett fólk auðveldar en önnur afbrigði og það sama eigi við um þá sem hafa áður smitast af veirunni. TV2 skýrir frá þessu.
En þrátt fyrir að SSI reikni með að þetta nýja afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi innan nokkurra vikna þá er engin ástæða til að hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Segir stofnunin að því fari víðsfjarri að staðan sé nálægt því eins og var 2020 og 2021.
BQ.1.1. hefur verið áberandi í Bandaríkjunum en ekkert bendir til að afbrigðið sé meira smitandi en önnur afbrigði eða valdi alvarlegri veikindum.
Bandaríska smitsjúkdómastofnunin, Centers for Disease Control and Prevention, segir að 70% allra smita í Bandaríkjunum séu nú af völdum þessa afbrigðis. Segir stofnunin að almennt séu einkenni smits af völdum afbrigðisins mild flensueinkenni, kvef og hálsbólga.