Í september 2018 var ástralskur háskólakennari Kylie Moore-Gilbert handtekin á flugvellinum í Teheran í Íran. Hún var á heimleið eftir að hafa farið á ráðstefnu sem haldin var í landinu um hennar sérsvið, íslömsk fræði.
Hún hafði ekki hugmynd um af hverju hún var handtekin og bjóst við að um misskilning væri að ræða. Hún hafði engin lög brotið og bjóst því að henni yrði fljótlega sleppt svo að hún gæti farið heim.
En svo reyndist ekki vera.
Mótmælin aldrei meiri
Glæpur hennar að? Að vera njósnari á vegum ástralskra yfirvalda. Sem Kylie segir vera út í hött og átti eftir að neita ítrekað í gegndarlausum yfirheyrslum. Án án verjanda né vitna, var hún kölluð fyrir dómara og áður en hún vissi var hún dæmd í 10 ára vistar í einu illræmdasta fangelsi heims, Evin fangelsinu í Teheran.
Kylie var nú nýlega í viðtali við ástralska fjölmiðla um veru sína í hinu illræmda fangelsi og áhyggjur sínar yfir örlögum þeirra fjölda kvenna sem hafa verið handteknar í mótmælunum í Íran. Íranska stjórnin hefur ráðist af mikilli hörku gegn upp mótmælum almennings gegn harðstjórn klerkaveldisins.
Mótmæli hafa reglulega átt sér stað í gegnum tíðina í Íran en þau hafa alltaf verið bældi niður jafnóðum af mikilli hörku. En núna gegnir öðru máli, fjöldi mótmælenda er meiri en nokkru sinni fyrr og ekki á því að gefa sig.
Masha
Það voru konur sem hófu mótmælin eftir að hin 22 ára Mahsa Amini var barin til bana af lögregluí september síðastliðin fyrir að vera ekki með höfuðklút (hijab). Mótmælin byrjuðu daginn sem Mahsa var jarðsett og hundruð kvenna tók af sér höfuðklútinn.
Var morðið á Mahsa dropinn sem fyllti mælinn og fljótlega fóru mótmælin að snúast um meira en lögin um fatnað kvenna heldur öll þau mannréttindabrot sem framin eru af stjórnvöldum.
Sífellt fleiri konur gengu um göturnar, án höfuðklúts, og smám saman fóru, aðallga ungir karlmenn, að slást í hópinn. Stjórnvöld í Íran hafa tekið mótmælunum af mikilli hörku og fjöldi fólks myrt og fangelsað, þar á meðal 46 unglingar á aldrinum 15 til 18 ára, bæði piltar og stúlkur.
Kylie segir að mikill fjöldi kvennanna sem hún kynntistí Evan fangelsinu hafi verið pólitískir andstæðingar klerkaveldisins og er þess fullviss um að fjöldi þeirra hafi margfaldast eftir að mótmælin hófust.
Hún veit mæta vel hvað þær ganga nú í gegnum.
Í einangrun í ár
Kylie var dæmd fyrir njósnir eins og fyrr segir en síðar kom í ljós að hin raunverulega ástæða var að hún var gift hálf rússneskum og hálf ísraelskum gyðingi. Ruslan Hodorov. Var Kylie ekkert annað peð í að fá lausa íranska hryðjuverkamenn sem sátu í fangelsi í Tælandi fyrir að reyna að sprengja upp ísraelska sendiráðið þar í landi.
Með aðstoð ástralskra stjórnvalda féllust tælensk stjórnvöld á fangaskiptin en ekki fyrr en Kylie hafði þurft að þola 804 skelfilega daga, flesta í Evan fangelsinu en í lokin í Qarchak, sem þykir jafnvel verra, og hefur verið harðlega gagnrýnt mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.
Við komuna í fangelsið var henni afhentur fangabúningur og vísað inn í pínulítinn klefa sem hún hélt í fyrstu að væri til fataskipta. En svo var ekki og átti hún eftir að dvelja þar í einangrun í heilt ár. Það var ekkert í klefanum. Ekki rúm, ekki borð, ekki einu sinni salerni.
Það var engin gluggi á klefanum og skær LED ljós skinu allan sólarhringinn. Bara einn sími til að hafa samband við fangaverði. Sem hún gat ekki þar sem þeir töluðu enga ensku né talaði hún farsi og var henni því aldrei svarað.
Hreinlæti varla til
Hún tók því upp á því að berja á dyrnar til að fá að fara á klósettið og fyrsta mánuðinn var alltaf bundið fyrir augu hennar í klósettferðum. Hún fékk einn blað af klósettpappír, stundum engan, og aðeins 30 sekúndur áður en hún var dreginn út af klósettinu.
Blæðingar voru martröð. Túrtappar eru litnir illu auga í Íran, taldir aðeins fyrir hórur, og fékk hún því einhvers konur bleyjubuxur sem sjaldnast voru þvegnar eftir að hafa gengið á milli kvenna.
Kylie fékk að fara í örstutta sturtu á þriggja daga fresti. Hún segist hafa óttast að missa vitið en reyndi að halda geðheilsu með því að syngja, rifja upp bernskuminningar og þylja margföldunartöfluna og annað sem hún hafði lært í skóla.
Sumar hurfu
Allan tíma sem Kylie var í fangelsinu var hún yfirheyrð, stundum daglega, stundum á nokkurra daga fresti, stundum í einn klukkutíma og stundum í átta tíma. Hún neitaði ávallt ásökunum um njósnir og fór nokkrum sinnum í hungurverkföll.
Að ári liðnu var Kylie færð í almennan klefa. Stundum var kona sótt af fangavörðum og sást aldrei aftur. Kylie náð þó djúpu vinasambandi við margar kvennanna, sem hún segir hugrakkar konur sem hafi fram þann eina glæp að vera ósammála stjórnvöldum.
En þurfti alltaf að hafa varan á sér því sumar kvennanna hikuðu ekki vð að klaga svo að segja hvað sem var í verðina, í von um einhver fríðindi. Bleyjubuxurnar fyrrnefndu voru einnig af skornum skammti og langt því frá nógu margar fyrir konurnar sem áttu til að slást um þær.
Svikin við heimkomuna
Kylie fékk aldrei að hringja, senda bréf, hlusta á útvarp né sjá sjónvarp. Hún vissi til að mynda ekki af baráttu ástralskra stjórnvalda við að fá hana lausa.
Henni var loksins sleppt í lok nóvember 2020 eftir að Tæland féllst á fangaskiptin. Hún telur að hún hafi losnað að mestu við barsmíðar og pyntingar þar sem írönsk stjórnvöld þurftu að halda lífi í henni til að tryggja samninginn.
Hún var einnig ljósmynduð reglulega til að ýta á eftir samningnum og vissu yfirvöld mæta vel að því yrði vægast sagt illa tekið ef hún væri of illa farin og myndi það tefja, eða jafnvel, stoppa af samningaviðræður.
Kylie hlakkaði mjög til að hitta eiginmann sinn við komuna heim til Ástralíu en hann var hvergi að sjá. Þurfti móðir hennar að færa henni þær fréttir að hann væri byrjaði að með vinkonu hennar. Segir Kylie það hafa verið frekar ömurlega leið til að bjóða eiginkonu sína velkomna heim eftir 804 daga í helvíti, að geta ekki einu sinni sagt henni tíðindin sjálfur.
Þau eru nú skilin.
Kylie segir mótmælin nú í Íran hafa ýft upp sárin og hvetur heimsbyggðina til að styðja hinar hugrökku konur og menn sem hætta lífi og limum í nafni frelsis og mannréttinda.