Áður var það sagt vera mýta að það væri kuldi sem gerði að verkum að við veikjumst frekar eða fáum kvef á veturna. En nú hefur það verið sannað vísindalega. CNN skýrir frá þessu og hefur eftir Zara Patel, hjá Stanford háskólanum í Kaliforníu, að þetta sé í fyrsta sinn sem líffræðileg skýring finnst á að ónæmiskerfi okkar sé veikara á veturna.
Bakteríur og veirur herjar á okkur allt árið. Fyrri kenningar hafa meðal annars gengið út á að fólk smitist frekar á veturna því þá sé fólk meira innanhúss og nær öðru fólki.
Niðurstöður rannsóknarinnar, sem hefur verið birt í vísindaritinu The Journal og Allergy and Clinical Immunology, eru að kalt loft valdi tjóni á ónæmisvörnunum sem við erum með í nefinu.
Við það að hiti lækki um fimm prósent inni í nefinu drepst tæplega helmingur þeirra milljarða fruma, sem drepa bakteríur og veirur, sem eru þar.
Benjamin Bleier, hjá Harvard læknaskólanum í Boston, sagði í samtali við CNN að kalt loft tengist auknum veirusýkingum því fólk missi í raun helminginn af ónæmisvörnum sínum þegar það kólnar aðeins.