fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Neysla ofurunnina matvæla eykur líkurnar á elliglöpum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. desember 2022 16:30

Frosnar pítsur eru vinsælar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir borða unnin matvæli, til dæmis frosnar pítsur og rétti sem þarf bara að hita í ofni eða potti. Þetta auðveldar okkur lífið og margir þessara rétta eru bara mjög góðir. En það er ekki svo gott fyrir heilsuna að borða pylsur, hamborgara, franskar kartöflur, kökur eða drekka gosdrykki.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá getur það aukið líkurnar á andlegri hrörnun ef meira en 20% af daglegri hitaeininganeyslu okkar er úr mikið unnum matvælum. Þetta svarar til um 400 hitaeininga á dag. CNN skýrir frá þessu.

Í umfjöllun CNN kemur fram að rannsóknin hafi verið birt í vísindaritinu JAMA Neurology á mánudaginn.

Niðurstöður hennar eru að hjá fólki sem neytti ofurunnina matvæla hafi hugræn geta minnkað 28% hraðar en hjá öðrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki