Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá getur það aukið líkurnar á andlegri hrörnun ef meira en 20% af daglegri hitaeininganeyslu okkar er úr mikið unnum matvælum. Þetta svarar til um 400 hitaeininga á dag. CNN skýrir frá þessu.
Í umfjöllun CNN kemur fram að rannsóknin hafi verið birt í vísindaritinu JAMA Neurology á mánudaginn.
Niðurstöður hennar eru að hjá fólki sem neytti ofurunnina matvæla hafi hugræn geta minnkað 28% hraðar en hjá öðrum.