fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Fundu „uppvakninga-veirur“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. desember 2022 22:20

Það eru til margar veirur, mishættulegar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margar „uppvakninga-veirur“ hafa fundist í sífreranum í Síberíu. Ein þeirra er enn smitandi eftir að hafa verið í frosti í 50.000 ár.

Vegna loftslagsbreytinganna er sífrerinn að bráðna og það hefur í för með sér að það losnar um eitt og annað sem hefur verið geymt í honum um langa hríð.

Hópur evrópskra vísindamanna hefur fundið 13 svokallaðar „uppvakninga-veirur“ sem hafa verið frosnar í sífreranum. Skýrt er frá þessu í nýrri rannsókn sem hefur ekki verið ritrýnd.

Reikna má með að í framtíðinni muni enn fleiri veirur koma fram þegar sífrerinn bráðnar.

„Í hvert sinn sem við skoðum þetta, finnum við veiru. Það er öruggt. Í hvert sinn sem við leitum að smitandi veiru í sífreranum, munum við finna hana,“ sagði Jean-Michel Clavier, enn meðhöfunda rannsóknarinnar, í samtali við Washington Post.

Elsta „uppvakninga-veiran“ er 48.500 ára. Hún fannst undir vatni í Síberíu. Hún er enn smitandi en fólki stafar engin hætta af henni segir í rannsókninni.

Vísindamenn leituðu aðallega í jarðvegi og ám að veirum. Eina fundu þeir þó í maga 27.000 ára síberísks úlfs að sögn Washington Post.

Síbería er meðal þeirra staða sem loftslagsbreytingarnar koma einna verst niður á. Þar er hlýnunin mun hraðari og meiri en annars staðar.

Vísindamennirnir, sem gerðu fyrrgreinda rannsókn, segjast telja að líta verði á svokallaðar „uppvakninga-veirur“ sem hættu sem getur stafað að mannkyninu.

Veirurnar, sem þeir hafa fundið fram að þessu, eru okkur mannfólkinu ekki hættulegar en samt sem áður telja vísindamennirnir hugsanlegt að hættulegar veirur geti leynst í sífreranum og geti losnað úr honum í framtíðinni.

Washington Post segir að fjöldi veirufræðinga telji þó ekki miklar líkur á að hættulegar veirur losni úr sífreranum og geri okkur skráveifu. Meira tilefni sé til að hafa áhyggjur af þeim veirum sem við þekkjum nú þegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Í gær

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn