fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Þýsku járnbrautirnar reyna að minnka sorp

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. desember 2022 11:00

Lest frá Deutsche Bahn. Mynd:Arne List/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýsku járnbrautirnar, Deutsche Bahn, munu í byrjun næsta árs byrja að bjóða farþegum upp á þann möguleika að fá kaffið sitt í postulínsbollum í stað einnota bolla. Einnig geta þeir fengið matinn sinn á postulínsdiskum og skálum í stað einnota diska og skála.

Með þessu á að reyna að draga úr magni sorps að sögn talsmanns járnbrautanna. The Guardian segir að farþegar geti valið um að fá mat og drykk í „hágæða postulíni eða gleri“ þegar þeir panta mat og drykk um borð í lestum.

Ekkert gjald verður tekið fyrir þetta og farþegar þurfa ekki að leggja fram tryggingu fyrir leirtauinu.

Ef farþegar vilja fá veitingarnar í einnota umbúðum þá geta þeir það ef þeir biðja um það.

Með þessu er Deutsche Bahn að laga sig að nýjum reglum sem taka gildi á nýársdag. Þá verða veitingastaðir og kaffihús að bjóða viðskiptavinum upp á endurnýtanlegar umbúðir utan um veitingar sem eru teknar með út af stöðunum. Ekki verður bannað að nota einnota umbúðir en það verður að bjóða upp á endurnýtanlegar umbúðir viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær