The Times of Israel skýrir frá þessu og hefur eftir Hagai Levine, prófessor við hebreska háskólann í Jerúsalem, að þetta sé ekki jákvæð þróun. „Við ættum að vera hissa en um leið áhyggjufull,“ sagði hann.
Hann gerði svipaða rannsókn 2017 og þá var niðurstaðan að sæðisfrumum hefði fækkað um 51% frá 1973.
Niðurstaða nýju rannsóknarinnar að hans mati til þess fallin að telja að gæðum sæðis karla hraki hratt. Hér sé um alvarlegt mál að ræða og ef það verði ekki leyst geti það ógnað til vist mannkyns.
Hann segir að ein lausn geti verið heilbrigðara umhverfi og lífshættir.
Rannsóknin sýnir ekki fram á ástæðurnar fyrir þverrandi gæðum sæðis en áður hefur þetta verið tengt við ofþyngd, reykingar, efni og skordýraeitur.