The Guardian segir að þegar því sé lokið geti vísindamenn horft langt aftur í tímann, til þess tíma þegar fyrstu stjörnurnar og vetrarbrautirnar mynduðust. Einnig verður hægt að rannsaka hulduefni og af hverju alheimurinn þenst út. Einnig verður hugsanlega hægt að leita að lífi utan jarðarinnar.
SKA verður átta sinnum næmari en þeir sjónaukar sem fyrir eru og getur rannsakað himingeiminn 135 sinnum hraðar. Sjónaukinn er í tveimur hlutum, annar verður í vesturhluta Ástralíu en hinn í Karoo í Suður-Afríku.
Sarah Pearce, forstjóri SKA-Low, segir að rannsóknarstöðin muni skipta miklu máli við stjörnufræðirannsóknir næstu hálfu öldina, hún muni kortleggja fæðingu og dauða vetrarbrauta, leita að nýjum gerðum þyngdarbylgja og víkka mörk þess sem við vitum um alheiminn.
Hún sagði að sjónaukarnir verði svo næmir að þeir geti fundið flugvallarratsjá á plánetu á braut um stjörnu í margra ljósára fjarlægð. Þeir geti því hugsanlega svarað stærstu spurningu allra tíma: „Erum við ein í alheiminum?“
Vísindamenn hafa sagt að sjónaukarnir munu valda byltingu í stjörnufræði og séu stór áfangi á þessu sviði.