Fjallað er um málið í fagblaði lögreglumanna, Politiforum. Þar kemur fram að þetta hafi „legið í dvala“ í mörg ár en nú sé staðan önnur vegna stríðsins í Úkraínu og aukinnar umferðar kjarnorkuknúinna skipa og kafbáta með fram ströndum Noregs.
Norðmenn, sem eiga landamæri að Rússland hafa aukið viðbúnað sinn, bæði hernaðarlegan og borgaralegan, vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Lögreglan hefur nú þegar gert joðtöflur, sem á að nota ef til geislavirkni kemur, aðgengilegar fyrir meirihluta lögreglumanna. Verndarbúnaðurinn er næsta skref í að vernda lögreglumenn ef til kjarnorkuslyss eða notkunar kjarnorkuvopna kemur.
Búnaðurinn samanstendur meðal annars af einnota andlitsgrímum og hlífðarbúningi.