fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Pressan

Kínverjar slaka á sóttvarnaaðgerðum – Telja að ein milljón geti látist

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. desember 2022 20:00

Kórónuveiran kom fyrst fram í Wuhan í Kína. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk stjórnvöld hafa nú breytt stefnu sinni varðandi kórónuveiruna og það ekki lítið. Í tæplega þrjú ár hefur hörðum aðgerðum verið beitt til að halda aftur af útbreiðslu veirunnar en í kjölfar víðtækra mótmæla nýlega gáfu stjórnvöld eftir og hafa nú slakað á aðgerðunum.

BBC segir að nú þurfi ekki að framvísa neikvæðri niðurstöðu sýnatöku til að geta notað almenningssamgöngur, farið á veitingastað eða í líkamsrækt og fleiri opinbera staði.

Sjúklingar með væg einkenni geta framvegis látið duga að vera í einangrun heima við í staðinn fyrir að fara í sérstaka einangrunarstöð.

Financial Times segir að í kjölfar tilslakananna geti allt að ein milljón Kínverja látist af völdum veirunnar í vetur í smitbylgju af óður óþekktri stærðargráðu. Hún muni sliga heilbrigðiskerfi landsins.

Frá upphafi heimsfaraldursins hafa Kínverjar lagt áherslu á að aðferðafræði þeirra sé mun betri en sú sem var notuð á Vesturlöndum því fáir hafi látist af völdum veirunnar í landinu.

Að mati sérfræðinga eru Kínverjar viðkvæmir fyrir tilslökun á sóttvarnaaðgerðum því hlutfallslega fáir hafa smitast og því lítið um náttúrulegt ónæmi. Auk þess er hlutfall bólusettra ekki mjög hátt nema í elstu aldurshópunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig lykt er af múmíum? – Svarið kann að koma þér á óvart

Hvernig lykt er af múmíum? – Svarið kann að koma þér á óvart
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi daglegi vani er að eyðileggja kynlíf fólks – En það er ótrúlega auðvelt að kippa þessu í liðinn

Þessi daglegi vani er að eyðileggja kynlíf fólks – En það er ótrúlega auðvelt að kippa þessu í liðinn