Sky News segir að vandinn sé hins vegar að margir hafi ekki efni á þessu. Breska veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna mikils kulda næstu daga en spáð er allt að 10 gráðu frosti.
Heilbrigðisyfirvöld segja að fólk, sem er í viðkvæmri stöðu vegna heilsu sinnar, eigi að kynda heimili sín þannig að hitinn sé ekki undir 18 gráðum, klæða sig vel og borða heitan mat.
En um 710.000 heimili geta ekki gert þetta því þau hafa einfaldlega ekki efni á að kynda eða kaupa hlýjan fatnað eða mat. 2,5 milljónir heimila til viðbótar eiga einnig í vanda með að gera þetta þar sem tekjur þeirra eru svo lágar.
Fram kemur að fólk neyðist einfaldlega til að vega og meta fjárhag sinn og hvort það hafi efni á að steypa sér í meiri skuldir til að geta kynt hús sín, keypt sér hlýjan fatnað og heitan mat.
Talsmenn hjálparsamtaka segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni.