fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Ný tegund ógna – FBI útilokar ekkert

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 08:00

Unnið að viðgerð á einni spennistöðinni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú skotárásir á tvær spennistöðvar í Norður-Karólínu með þeim afleiðingum rafmagn fór af tugum þúsunda heimila. Kenningar hafa verið á loftið að árásirnar tengist tilraunum öfgahægrimanna til að koma í veg fyrir dragsýning færi fram ekki fjarri spennistöðvunum.

Sky News hefur eftir Roy Cooper, ríkisstjóra, að lögreglan útiloki ekkert í tengslum við rannsóknina og rannsaki alla fleti, þar á meðal hvort um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Verslanir, fyrirtæki og veitingastaðir í Moore County neyddust til að loka vegna rafmagnsleysis, umferðarljós virkuðu ekki og neyðarskýli voru opnuð fyrir fólk vegna rafmagnsleysisins.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sýslunni og útgöngubann hefur verið sett á að næturlagi þar til á föstudaginn.

Í gær voru 38.000 heimili enn án rafmagns en þegar mest var, voru þau 45.000.

Cooper sagði að hér væri um nýja tegund ógna að ræða og sagði þörf á betri vernd innviða, þar á meðal raforkukerfisins. Það verði að vera forgangsverkefni sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni