Sky News hefur eftir Roy Cooper, ríkisstjóra, að lögreglan útiloki ekkert í tengslum við rannsóknina og rannsaki alla fleti, þar á meðal hvort um hryðjuverk hafi verið að ræða.
Verslanir, fyrirtæki og veitingastaðir í Moore County neyddust til að loka vegna rafmagnsleysis, umferðarljós virkuðu ekki og neyðarskýli voru opnuð fyrir fólk vegna rafmagnsleysisins.
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sýslunni og útgöngubann hefur verið sett á að næturlagi þar til á föstudaginn.
Í gær voru 38.000 heimili enn án rafmagns en þegar mest var, voru þau 45.000.
Cooper sagði að hér væri um nýja tegund ógna að ræða og sagði þörf á betri vernd innviða, þar á meðal raforkukerfisins. Það verði að vera forgangsverkefni sagði hann.