fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Sjö ára stúlka numin á brott og myrt – Sendill handtekinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 22:00

Athena Strand

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta miðvikudag var Athena Strand, sjö ára, að leik í innkeyrslunni fyrir framan heimili föður hennar í Boyd í Texas. Þegar stjúpmóðir hennar kom út eftir um klukkustund var Athena horfin. Lögreglunni var strax tilkynnt um hvarf hennar og strax var lýst eftir henni á landsvísu.

Lögreglan óttaðist frá upphafi að um mannrán væri að ræða og á föstudaginn fékkst sá grunur staðfestur. Þá fannst lík Athena í Wise County, sem er norðaustan við Dallas, aðeins nokkrum kílómetrum frá heimili föður hennar.

CNN segir að grunur hafi fljótlega fallið á 31 árs sendil hjá FedEx sem kom með pakka á heimilið á sama tíma og Athena hvarf.

Bílstjórinn, sem heitir Tanner Lynn Horner, var handtekinn á föstudaginn, grunaður um mannrán og morð. Hann hefur játað að hafa numið Athena á brott og myrt hana.

Hann þekkti hvorki hana né fjölskyldu hennar og lögreglan segir ekki vitað af hverju hann nam Athena á brott.

Maitlyn Gandy, móðir hennar, skrifaði á Facebook að hún eigi sé þá ósk að heimurinn þekki dóttur hennar sem eitthvað annað en fórnarlamb morðingja: „Prinsessan mín var tekin frá okkur að ástæðulausu af veiku og illu skrímsli. Athena var saklaus, falleg, vinaleg, gáfuð og gáfaðasta og glaðasta sálin sem þú gast hitt. Ég elska dóttur mína meira en orð fá lýst og það mun ég alltaf gera. Ég get ekki lýst hugarástandi mínu og þeirri sorg sem ég finn fyrir nú. Að segja að ég muni sakna hennar lýsir því engan veginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi