TT skýrir frá þessu.
Á síðasta ári voru 47 skotnir til bana og var það metár í þessu tilliti. Nú er metið fallið og tæpur mánuður eftir af árinu.
Af þeim 60, sem hafa verið skotnir til bana á árinu, voru sjö skotnir í Södertälje, þar af þrír á tæpri viku í haust.
Sænsk yfirvöld segja að bærinn sé í slæmri hringrás ofbeldisverka sem tengjast átökum glæpagengja.
Talið er að mörg ungmenni tengist morðunum og skotárásum og fjöldi unglinga hefur verið handtekinn vegna gruns um morð eða aðild að morði.