Sagði Wary að TikTok sé ógn við „þjóðaröryggi“ og geri Kínverjum kleift að stunda „njósnir“.
Þetta sagði hann þegar hann flutti ræðu í University of Michigan.
Hann sagði að kínversk yfirvöld geti notað appið til að hafa áhrif á bandaríska notendur þess og einnig geti þau hugsanlega aflað ýmissa gagna með því, gagna sem hægt er að nota við „hefðbundnar njósnir“. AP skýrir frá þessu.
Hann sagði að algóritminn, sem velur hverju appið mælir með fyrir notendur sína, geri Kínverjum kleift að „stýra innihaldinu“ og ef þeir vilji geti þeir notað það til að hafa áhrif á fólk.
Hann sagði einnig að gagnasöfnun með appinu geti hugsanlega nýst kínverskum yfirvöldum við njósnir.
Fyrirtækið ByteDance, sem á TikTok, segir að fyrirtækið gæti vel að öllum gögnum frá bandarískum notendum og að kínversk yfirvöld hafi ekki aðgang að þeim. Fyrirtækið bendir einnig á að bandaríska dótturfyrirtækið TikTok Inc fylgi bandarískum lögum.