Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem var gerð fyrir áströlsku ríkisstjórnina. Skýrslan var birt nýlega.
Í skýrslunni kemur fram að hækkandi hitastig valdi auknum náttúruhamförum.
The State of the Climate, eins og skýrslan heitir, segir einnig að hnattræn hlýnun valdi hægfara bráðnun á viðkvæmum fjallasvæðum í landinu og valdi því einnig að hafið súrni og að yfirborð sjávar hækki.
Ian Lowe, loftslagssérfræðingur við Griffith háskólann, segir að skýrslan sé „hræðileg“ áminning til Ástrala. Umfang loftslagsbreytinganna sýni að það liggi mikið við að taka til hvað varðar orkunotkun. Það verði að draga úr útflutningi á kolum og gasi.
Ástralía er mjög háð útflutningi á kolum og gasi.
Í skýrslunni kemur fram að að meðalhitinn í Ástralíu hafi hækkað um 1,47 gráður síðan mælingar hófust 1910.