fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Ný rannsókn varpar ljósi á miklar áskoranir Ástrala vegna loftslagsbreytinganna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. desember 2022 16:30

Frá flóðasvæðum í New South Wales. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hafa Ástralar fengið að kenna á náttúrunni. Öfgafullir veðuratburðir hafa átt sér stað og hafa valdið mikilli eyðileggingu. Það er hækkandi hitastig sem veldur þessum miklu hamförum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem var gerð fyrir áströlsku ríkisstjórnina. Skýrslan var birt nýlega.

Í skýrslunni kemur fram að hækkandi hitastig valdi auknum náttúruhamförum.

The State of the Climate, eins og skýrslan heitir, segir einnig að hnattræn hlýnun valdi hægfara bráðnun á viðkvæmum fjallasvæðum í landinu og valdi því einnig að hafið súrni og að yfirborð sjávar hækki.

Ian Lowe, loftslagssérfræðingur við Griffith háskólann, segir að skýrslan sé „hræðileg“ áminning til Ástrala. Umfang loftslagsbreytinganna sýni að það liggi mikið við að taka til hvað varðar orkunotkun. Það verði að draga úr útflutningi á kolum og gasi.

Ástralía er mjög háð útflutningi á kolum og gasi.

Í skýrslunni kemur fram að að meðalhitinn í Ástralíu hafi hækkað um 1,47 gráður síðan mælingar hófust 1910.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum