Þetta kemur fram á heimasíðu NASA. Fram kemur að fram að þessu hafi 50 svokölluð „ofurlosunarsvæði“ fundist víða á jörðinni. Á þessum svæðum losnar um sérstaklega mikið magn af metani.
EMIT uppgötvar þessa losun vegna þess að metan dregur innrautt ljós í sig og myndar þannig einstakt litamynstur.
En það var ekki mynstrið eða litadýrðin sem fangaði athygli sérfræðinga NASA sérstaklega, það var stærð þessara metanskýja sem það gerði.
„Sum af þeim gasskýjum sem EMIT hefur fundið eru meðal þeirra stærstu sem við höfum nokkru sinni séð, ólík öllu öðru sem við höfum séð utan úr geimnum,“ sagði Andrew Torpe, einn af stjórnendum EMIT-verkefnisins.
Myndirnar frá EMIT eru mjög mikilvægar fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum því metan er mun skaðlegra en CO2 þrátt fyrir að það hverfi hraðar úr andrúmsloftinu. Það er því full ástæða til að reyna að halda aftur af losun þess.