Hún var nýlega í viðtali í útvarpsþættinum „Tsunami“ á útvarpsstöðinni 24Syv. Þar var meðal annars komið inn á hina vinsælu sjónvarpsþætti um Vini (Friends) sem nutu gríðarlegra vinsælda (og gera enn) á sama tíma og Sussi var á hátindi ferilsins í klámiðnaðinum.
Hvað varðar uppáhaldsþáttinn um Vini þá er líklegt að Sussi bendi á þáttinn „The One With the Sharks“ sem var frumsýndur í október 2002. Ástæðan fyrir þessu er að Sussi (sem hét þá Katja Kean) kom fram í þættinum.
Hún skýrði frá því í útvarpsþættinum að á þessum tíma hafi hún verið með samning við klámmyndafyrirtækið Wicked Pictures. Framleiðendur Vina sömdu við fyrirtækið um að fá að nota smábrot úr klámmynd frá því í fyrrgreindum þætti. Þetta þýðir að í hvert einasta sinn sem þátturinn er sýndur í sjónvarpi eða einhver horfir á hann á streymisveitu þá fær Sussi greitt fyrir það.
Hún vildi ekki segja hversu mikið hún hefur haft upp úr krafsinu fyrir þetta en líklegt má telja að hér sé um dágóða upphæð því vinsældir Vina voru og eru gríðarlegar.