fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. desember 2022 14:00

Juliane Keopcke við heimkomuna til Þýskalands eftir slysið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á aðfangadagskvöld 1971 var Juliane Keopcke í flugvél á leið frá Lima, höfuðborg Perú, til Pucallpa í Amazonskóginum. Móðir hennar Mariato var með henni. Auk þeirra voru 89 til viðbótar í vélinni.

Juliane útskrifaðist úr menntaskóla nokkrum klukkustundum áður en mæðgurnar stigu um borð í vélina en fluginu seinkaði um sjö klukkustundir. Farþegarnir voru því ansi ákafir í að komast af stað og á áfangastað til að geta fagnað jólunum þar.

Á leiðinni lenti vélin í þrumuveðri og mikilli ókyrrð. Jólagjafir duttu úr farangurshólfum og mikið gekk á. Farþegarnir fylltust skelfingu. Mariato sneri sér að Juliane og sagði: „Mér líst ekki á þetta.“ Rétt á eftir varð vélin fyrir eldingu og eldur kom upp í henni.

„Við mæðgurnar héldumst í hendur en gátum ekki talað saman. Aðrir farþegar fóru að gráta og kjökra og öskra,“ sagði Juliana í viðtali við BBC 2012 og bætti við að um 10 mínútum síðar hefði hún sér mjög bjart ljós við ytri hreyfilinn á vinstri vængnum.

Juliane og móðir hennar.

 

 

 

 

 

 

 

„Móðir mín sagði mjög róleg: „Þetta eru endalokin, þetta er búið.“ Þetta var það síðasta sem ég heyrði hana segja,“ sagði Juliane.

Farþegar öskruðu þegar vélin lækkaði flugið, nef hennar beindist niður á við og hún stefndi beint niður í frumskóginn. Fólk sogaðist úr sætum sínum og út úr vélinn áður en hún brotnaði í um þriggja kílómetra hæð. Juliane var skyndilega í frjálsu falli.

„Ég heyrði ótrúlega hátt vélarhljóð og fólk öskra og síðan hrapaði vélin mjög bratt. Síðan varð allt rólegt, ótrúlega rólegt miðað við hávaðann sem hafði verið. Ég heyrði bara vind í eyrum mínum. Ég var enn spennt í sætið mitt. Móðir mín og maður, sem sat við ganginn, höfðu sogast úr sætum sínum. Ég var í frjálsu falli, það veit ég fyrir víst,“ sagði hún í samtali við VICE 2010

Hún lenti á skógarbotninum. Líklega hægði sætisröðin, sem hún sat í, ferðina. Hún missti meðvitund þegar hún lenti og rankaði ekki við sér fyrr en næsta morgun.

Hún var með heilahristing og gat ekki sest upp. Augu hennar voru bólgin og hún var með djúpan skurð á vinstri kálfa og var viðbeinsbrotin auk fleiri áverka.

Juliane fór að flakinu þegar hún var orðin fullorðin.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það tók hana einn og hálfan sólarhring að ná nægum styrk til að geta staðið upp og gengið.

Foreldrar hennar, sem voru þýskir dýrafræðingar, höfðu starfað í rannsóknarstöð í regnskóginum. Juliane hafði dvalið hjá þeim og hafði því lært eitt og annað um lífið í regnskóginum. Hún byrjaði á að fylgja ráði, sem faðir hennar hafði gefið henni, og fann vatn, á. Hún hélt sig nærri ánni til að forðast hættuleg dýr, til dæmis snáka sem földu sig í þurrum laufum.

Juliane hafði búið í Amazonskóginum og viss því eitt og annað um hætturnar þar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á fjórða degi kom hún að þremur látnum farþegum úr vélinni. Þeir voru fastir í sætum sínum.

Nokkru síðar tók hún eftir því að hún var opið sár á handlegg og höfðu flugur verpt eggjum í það. Þau höfðu klakist og maðkar höfðu étið holu í handlegginn.

Á tíunda degi fann hún bát. Í honum var dísilolía sem hún notaði til að hreinsa sárið og drepa maðkana. Sama dag fann hún kofa þar sem hún gat leitað skjóls undan rigningu og miklum hita.

Þegar hún var að hvíla sig í kofanum heyrði hún skyndilega raddir. Þarna voru heimamenn á ferð. Juliane talaði fullkomna spænsku og gat sagt þeim hvað hafði gerst. Þeir höfðu áður heyrt um slysið í útvarpinu. Mennirnir hlúðu að henni og fluttu til byggða næsta dag.

Þar var hún lögð inn á sjúkrahús þar sem hún hitti föður sinn.

Lík móður hennar fannst 12. janúar. Síðar fékk Juliane að vita að móðir hennar hefði lifað slysið af en hefði slasast alvarlega en látist nokkrum dögum síðar.

Aðeins Juliane lifði slysið af. Allir hinir sem um borð voru létust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn