Skjaldbakan var send til rannsóknar hjá Sea Turtle Conservation Centre þar sem dýralæknar rannsökuðu hana. Í maga hennar og þörmum fundu þeir eitt kíló af netum, nælonþráðum, plasti og litlum nöglum. Bangkok Post skýrir frá þessu.
Dýralæknarnir gátu ekki slegið því föstu hvenær skjaldbakan drapst en segja að ruslið, sem hún hafði étið, hafi drepið hana.