Úlfum hefur fjölgað í Evrópu á síðustu árum en nú er komið að því að stöðva þá þróun eða að minnsta kosti hægja á henni.
Nýlega sendi þing ESB ályktun, sem meirihluti þingmanna samþykkti, til framkvæmdastjórnar sambandsins. Er lagt til að reglum um vernd sjaldgæfra rándýra verði breytt, úlfar falla þar undir.
Ástæðan fyrir þessu er að á ákveðnum svæðum í ESB hefur vaxandi fjöldi húsdýra verið drepin af úlfum og það er bændum dýrt.
Úlfar hafa verið alfriðaðir í ESB síðan 1992 og því má ekki drepa þá eða fanga lifandi.