Þegar þær fundust fyrir rúmri öld tók Þjóðverjinn Hans Heinrich Bruning myndir af þeim. Í kjölfarið eyðilögðu grafræningar hluta af veggnum eftir að þeim var bannað taka muni úr hellinum og í kjölfarið gleymdist hann.
En öld síðar ákvað hópur fornleifafræðinema undir forystu Sam Ghavami, hjá háskólanum í Fribourg, að reyna að finna myndirnar á nýjan leik.
Það tók tvö ár að sannfæra landeigendur, sem er fjölskylda ein, um að leifa hópnum að halda til rannsókna á svæðinu. Leiðangurinn hófst 2019 en hlé var gert á honum 2020 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Hann hófst síðan á nýjan leik á síðasta ári.
Fornleifafræðingar segja að veggmyndirnar séu frá níundu öld.
Luis Jaime Castillo, prófessor í fornleifafræði við Pontifical kaþólska háskólann í Perú, sagði að þetta sé einn áhugaverðasti og mikilvægasti fornleifafundur síðari ára.