fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Tvennt grunað í morðmálinu í Holbæk – Barnshafandi kona og barn hennar létust

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 21:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

24 ára afganskur karlmaður og 33 ára afgönsk kona voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á Sjálandi í Danmörku. Þau eru grunuð um aðild að morðinu á 37 ára afganskri konu á fimmtudaginn.

Konan hafði nýlokið vinnu á dvalarheimili aldraðra í Holbæk og var nýsest í bílinn sinn þegar maður réðst á hana með hníf að vopni. Hann dró hana út úr bílnum og stakk margoft. Vitni reyndi að koma konunni til bjargar en tókst ekki.

Lögreglan kom fljótt á vettvang en þá var árásarmaðurinn á bak og burt. Konan var strax flutt á sjúkrahús en var úrskurðuð látin við komuna þangað. Hún var barnshafandi og tókst læknum að bjarga barninu úr kviði hennar. Barnið, sem var drengur, lést hins vegar á þriðja tímanum í gær.

Hin látna var afganskur ríkisborgari, búsett í Danmörku. Það sama á við um hin handteknu. Lögreglan segir að þau „tengist“ bæði hinni látnu en hefur ekki viljað skýra þau tengsl frekar. Danskir fjölmiðlar skýrðu frá því í gær að maðurinn hefði komið til Danmerkur í september. Hann er að sögn ólæs og átti erfitt með að skilja það sem fram fór í dómsal í gær en túlkur var fólkinu til aðstoðar þar.

Þegar gæsluvarðhaldskrafan var tekin fyrir kom fram að lögreglan telur að konan hafi skipulagt eða hvatt til morðsins en maðurinn séð um framkvæmdina.  Saksóknari sagði að þau hafi rætt um morðið og skipulagt það í samskiptum á WhatsApp.

Einnig kom fram að konan var stungin margoft, í háls, líkama og fætur. Auk þess var hún skorin á háls.

Hin handteknu neituðu sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga