fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Er þetta heppnasta kona í heimi? – Tveir stórir vinningar á nokkrum dögum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 06:04

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er full ástæða til að velta því fyrir sér hvort sjötug bandarísk kona, sem nýtur nafnleyndar, sé heppnasta kona heims. Hún keypti sér nýlega skafmiða í Delaware og vann 100.000 dollara, sem svarar til rúmlega 14,5 milljóna íslenskra króna. En þar með var heppnin hennar ekki á enda.

Til að halda upp á vinninginn keypti hún sér fleiri skafmiða og vann þá 300.000 dollara til viðbótar eða sem svarar til 43,5 milljóna íslenskra króna.

Hún keypti tvo miða á bensínstöð um miðjan október og á öðrum þeirra var 100.000 dollara vinningur eftir því sem segir í fréttatilkynningu frá ríkislottóinu í Delaware.

Konan leysti vinninginn út þann 20. október í höfuðstöðvum lottósins í Dover, sem er höfuðborg Delaware.

Á leiðinni heim fagnaði hún vinningnum með því að kaupa sér þrjá skafmiða til viðbótar í verslun einni. Á einum þeirra var 300.000 dollara vinningur. The Guardian skýrir frá þessu.

Vinkona hennar var með í för og trúðu þær ekki eigin augum þegar þær sáu að hún hefði fengið annan risavinning.

Þær óku strax aftur í höfuðstöðvar lottósins og sóttu vinninginn.

Samkvæmt því sem talsmenn ríkislottósins í Delaware segja þá eru líkurnar á að vinna 100.000 dollara 1 á móti 120.000. Líkurnar á að vinna 300.000 dollara eru 1 á móti 150.000

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana