fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Þess vegna áttu ekki að geyma mjólk í ísskápshurðinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. nóvember 2022 15:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir geyma mjólkina í ísskápshurðinni því þá er svo auðvelt að komast að henni. En það er ekki snjallt að geyma hana í hurðinni.

Það segir Theresa Keane sem starfar við matvælaöryggismál. Hún segist ráðleggja fólki að geyma mjólkina ekki í hurðinni og segir að það sé hægt að skipuleggja geymslu matvæla í ísskápnum betur til að auka endingartíma þeirra.

Hún segir að ákveðin svæði í ísskápnum séu venjulega kaldari en hurðin og geti þannig aukið endingartíma mjólkur og annarra drykkjarvara.

Hún segir að í stað þess að geyma mjólkina „þar sem við höfum alltaf geymt hana“ eigi að geyma hana í hillunum. „Þetta á sérstaklega við ef ísskápurinn þinn er ekki nægilega kaldur,“ sagði hún í samtali við Metro.co.uk og bætti við: „Fylgstu alltaf með hversu köld mjólkin er þegar þú drekkur hana eða snertir. Mjólkurfernan á að vera of köld til að hægt sé að halda á henni. Keyptu því bara það magn af mjólk sem þú veist að þú munt nota fljótlega. Keyptu lítið í einu og oft.“

Hún sagði einnig að hvað varðar geymslu matvæla eigi að forðast að blanda hráum mat og tilbúnum mat saman. Það eigi að geyma hrá matvæli eins og fisk og kjöt í neðstu hillunni. Þannig sé komið í veg fyrir að þessi matvæli snerti tilbúin matvæli og að blóð leki niður.

Hrátt grænmeti og annan lausan mat á að geyma í lokuðu íláti á hillunni fyrir ofan hráu matvælin. Lokaða ílátið gerir að verkum að maturinn geymist lengur.

Hún ráðleggur fólki einnig að forðast að yfirfylla ísskápinn því það geri loftflæðið um hann verra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Í gær

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita