fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

New York greiðir tveimur mönnum 36 milljónir dollara – Voru ranglega sakfelldir fyrir morðið á Malcom X

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. nóvember 2022 18:00

Malcolm X. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgaryfirvöld í New York og yfirvöld í New York ríki hafa fallist á að greiða 36 milljónir dollara til Muhammad Aziz, sem er nú 84 ára, og erfingja Khalil Islam, sem lést 2009, vegna rangrar dómsniðurstöðu. Þeir voru fundnir sekir um morðið á Malcom X árið 1965.

Borgaryfirvöld hafa samþykkt að greiða 26 milljónir dollara vegna sakfellingarinnar, sem var röng, og yfirvöld í New York ríki munu greiða 10 milljónir. David Shanies, lögmaður Aziz og Islam, staðfesti þetta að sögn The Guardian. Hann sagði að tvímenningarnir og fjölskyldur þeirra hafi þjáðst vegna rangra sakfellinga þeirra fyrir rúmlega hálfri öld.

Hann sagði að samkomulagið sendi þau skilaboð að misferli af hálfu lögreglunnar og saksóknara valdi miklu tjóni og að það verði að vera á varðbergi og leiðrétta óréttlæti.

Dómari á Manhattan felldi dómana yfir Aziz og Islam úr gildi á síðasta ári í kjölfar þess að saksóknarar sögðu að ný sönnunargögn sýndi að vitnum hefði verið hótað og mikilvægum sönnunargögnum hefði verið haldið frá málarekstrinum.

Aziz og Islam, sem héldu fram sakleysi sínu alla tíð, fengu reynslulausn á níunda áratugnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning