fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Horn nashyrninga eru orðin styttri en áður

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. nóvember 2022 07:30

Svartur nashyrningur. Mynd:African Parks

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Horn nashyrninga eru styttri nú en fyrir öld að sögn vísindamanna. Þeir segja að þetta geti verið afleiðing af veiðum á nashyrningum, bæði vegna löglegrar veiði og vegna veiðiþjófa. Þeir hafi einfaldlega beint sjónum sínum  að dýrum með stór horn.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að nashyrningahorn hafi öldum saman verið eftirsótt af veiðimönnum en veiðiþjófar selji þau nú aðallega til Kína og Víetnam þar sem þau eru notuð í lyf.

Oscar Wilson, doktorsnemi við Helsinki háskóla og aðalhöfundur nýju rannsóknarinnar, sagði að fólk hafi venjulega viljað stærstu hornin. Veiðiþjófar fái hærra verð fyrir stór horn.

Hann og meðhöfundar rannsóknarinnar segja að við skoðun á myndum og teikningum af nashyrningum megi ráða að horn þeirra séu styttri nú en fyrir öld síðan miðað við líkamsstærð þeirra. Gögnin, sem unnið var úr, eru í vörslu Rhino Resource Center í Utrecht í Hollandi. Elstu gögnin eru frá sextándu öld.

Svipuð þróun hefur átt sér stað hjá fílum og villtu sauðfé.

Í grein, sem vísindamennirnir skrifuðu í vísindaritið People and Nature, segja þeir að veiðar á dýrum með stór horn eða fílabein hafi valdið því að dýr með minni horn og tennur hafi sloppið betur og hafi náð að  fjölgað sér og afkvæmi þeirra erft það að fá lítil horn. Þarna hafi orðið þróunarleg breyting.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags