Margir vísindamenn hafa reynt að komast til botns í því af hverju karlar virðast oft vera mun veikari en konur þegar þeir fá kvef eða flensu. Getur hugsast að þeir hafi það verra en konur þegar flensan bankar upp á?
Svarið er já ef kanadíski vísindamaðurinn Kyle Sue er spurður að þessu. Hann birti rannsókn fyrir nokkrum árum í vísindaritinu British Medical Journal um þetta.
Niðurstaða hans er að ónæmiskerfi karla sé almennt veikbyggðara en ónæmiskerfi kvenna og því séu meiri líkur á að þeir sýni sjúkdómseinkenni og glími við ýmis vandamál þegar þeir veikjast.
Hann segir einnig að testósterón dragi úr virkni ónæmiskerfisins gegn inflúenseu en kvenhormónið estrógen styrkir ónæmiskerfið.