Jerusalem Post skýrir frá þessu og segir að blóðflokkurinn, sem er þekktur sem Rhnull (eða Rhesus núll) sé oft nefndur „gullna blóðið“ vegna þess hversu sjaldgæfur hann er og hversu mikils virði hann er.
Til að skilja af hverju hann er svo sjaldgæfur og verðmætur, verður þú að vita smávegis um blóðflokka.
Það eru fjórar aðaltegundir blóðflokka. A-flokkur er elstur. Hann var til áður en mannkynið varð til.
B-flokkur varð til fyrir um 3,5 milljónum ára við erfðafræðilega stökkbreytingu.
Fyrir 2,5 milljónum árum varð O-flokkur til.
Síðan varð annar blóðflokkur til, AB.
Það einkennir þessa blóðflokka, aðra en O, að það er mótefnisvaki á frumuhimnunni sem vekja ónæmisviðbrögð ef þeir komast í snertingu við umhverfi sem hentar þeim ekki.
A- og B-blóðflokkarnir eru með mótefnisvaka. A er með mótefnisvaka A, B er með mótefnisvaka B og AB er með báða þessa mótefnisvaka. O er með hvorugan.
Þess utan eru rauðar blóðfrumur flokkaðar eftir því hvort prótín, sem kallast Rhesus, er til staðar. Ef það er til staðar þá fær blóðflokkurinn + merki en ef ekki fær hann – merki.
Fyrsta tilfelli „gullins blóðs“ var staðfest 1961. Það var kona, sem fæddist í Ástralíu, sem reyndist vera með það. Síðan þá hafa nokkrir tugir fólks, sem eru í þessum blóðflokki, fundist.
Vísindamenn telja að 1 af hverjum 6 milljónum jarðarbúa sé í þessum blóðflokki. Enginn veit það þó fyrir víst og eins og áður sagði þá er aðeins vitað um 43 manneskjur sem eru í þessum blóðflokki.
Þessi blóðflokkur hefur þann stóra kost að allir sem eru í sjaldgæfum blóðflokkum í Rh-kerfinu geta fengið þetta blóð því það er ekki með mótefnisvaka sem geta virkjað ónæmiskerfi blóðþega. Þessi blóðtegund hentar því mjög vel þegar kemur að blóðgjöf.
Hún hefur einnig verið notuð við læknisrannsóknir og lyfjaþróun.