fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Ónógur svefn gæti aukið líkurnar á sjónmissi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. nóvember 2022 18:30

Hún virðist eiga erfitt með að sofna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hægt er að tengja of lítinn svefn, syfju að degi til og hrotur við auknar líkur á gláku sem er sjúkdómur sem getur valdið blindu. Rannsóknir benda til að gláka muni leggjast á 112 milljónir manns um allan heim á næstu 20 árum.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að það auki líkurnar á að fá óbætanlegan sjónmissi ef svefninn er ekki nægur. Sky News skýrir frá þessu.

Þegar gláka gerir vart við sig fækkar ljósnæmum frumum í auganu og sjóntaugin skemmist. Ef ekki er brugðist við getur þetta valdið blindu sem er óafturkræf.

Rannsóknin, sem hefur verið ritrýnd, náði til 409.000 manns. Hún hefur verið birt í BMJ Open Journal. Í henni koma fram nokkrar ástæður þess að slæm svefngæði og gláka geti tengst.

Ein er að innri þrýstingur á augað, sem er lykilatriði við þróun sjúkdómsins, aukist þegar fólk liggur og svefnhormónarnir eru í ólagi.

Þunglyndi og kvíði, sem oft koma upp samhliða svefnleysi, geta einnig aukið þrýstinginn og haft neikvæð áhrif á framleiðslu hýdrókortisón sem er aðal stresshormón líkamans.

Endurtekin og langvarandi tímabil með lágu súrefnisstigi í frumum, sem kæfisvefn veldur, geta einnig valdið skaða á sjóntauginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti